Stolið frá Birnu Vinkonu minni

Fangar og ávextir.

Ég var í heimsókn í fangelsið í Kópavogi í dag.

Ég fer reglulega þangað í sérstökum erindagjörðum.

Það er virkilega óhuggulegt að vera lokaður inni.

Og mikil er sú refsing.En það er gott starfsfólk þarna.

Konur eru þarna enda er þetta kvennafangelsi svo ég spyr því hvað eru karlfangar að gera þarna?

Engin endurhæfing er þarna.Sálfræðingur kannski tvisvar í mánuði.

En nóg um þetta.

Ef fangar vilja ávexti verða þeir að kaupa þá.

Nei , þetta er ekki brandari, ég er búin að vera að lesa sömu auglýsinguna þarna í hvert sinn sem ég kem þarna.

Hún er einhvern veginn svona, ÞEIR SEM VILJA ÁVEXTI GETA KEYPT ÞÁ EINU SINNI Í VIKU.

Pantið hjá xxx og svo frv.

Manneldisráð gefur út leiðbeiningar fyrir okkur svo við getum nú borðað rétt.

5 skammtar af ávöxtum og, eða grænmeti á dag ,takk fyrir.Hvernig á fangi sem kannski vinnur fyrir rúmlegum 300, kr .á tímann (ef hann/hún er í vinnu)að getað keypt sér ávexti og eða grænmeti fyrir daginn?

Eru ekki til aurar fyrir appelsínum eða eplum handa föngum?Og kannski einum og einum banana?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Íslensk fangelsi eru refsihús en ekki betrunarhús, eins tilgangslaust og það nú er.

En að neita fólki um næringu hvort sem er fyrir búkinn eða andann er óþörf og ómannleg framkoma.

Sveiattan.

FRIÐUR ( er fyrir alla og kostar ekki neitt )

Haraldur Davíðsson, 2.6.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband