9.8.2007 | 08:20
Nýjasti sparnaður LSH
Þetta hlýtur að vera nýjasti sparnaður LSH, allavega á áfengis og geðdeildinni. Læknar og hjúkrunarfr vita vel hvernig sjúklingar þar bregðast við því að mega ekki reykja. Á áfengisdeildinni mega sjúklingar fara út á tveggja tíma frest, út að reykja og fer meðferðin að snúast um það hversu langt sé í næsta smók, reyktur hálfur pakki í einu. Hvernig er hægt að segja að það sé verið að hugsa um sjúkling í þessu dæmi?? Mér finnst þetta vera algjörlega vanhugsað og hrein manvonska við svona veikt fólk. Sparnaðurinn, sjúklingar neita að leggjast inn og labba út úr meðferð vegna þess að þeir mega ekki reykja, sem er þó betra en fíkniefni OMG.
Andað léttar á LSH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já ég er alveg sammála þér og ég er hrædd um að þetta verði dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið
hjarta, 9.8.2007 kl. 09:00
sammála þér með þetta.Afar vanhugsað hjá LSH eins og svo margt annað sem lýtur að stjórn spítalans.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 12:40
Fáránlegt að mínu mati.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.