26.3.2008 | 11:37
Brot á Stjórnarskránni
1)L. 97/1995, 8. gr.
71. gr.[Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
1)L. 97/1995, 9. gr.
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1)
Athugasemdir
Nei félagslega íbúðakerfið er EKKI hafið yfir lög og reglur. Ég veit satt að segja ekki hvert hún ætti að leita aðstoðar ef þetta hefur verð lögreglan, hlýtur það að vera umboðsmaður alþingis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 14:36
Sammála Ásthildi.Kæra,kæra
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:59
Takk Birna og Ásthildur fór eftir ykkar ráðum fyrir hönd dóttir minnar
Salka, 28.3.2008 kl. 07:35
Leyfðu okkur að fylgjast með, þetta mál er ekki einstætt, og gott að vita hvernig framhaldið verður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 14:21
Ég reyndar þekki líka fólk í félagsíbúðum og þessi saga kemur mér sko ekki á óvart. Það er farið mjög illa með þá sem þar búa og allur mannlegur réttur tekinn af þeim. T.d. á að setja upp öryggismyndavélar inní alla stigaganga og beintengja inní allar íbúðir í blokkinni, þannig að nágrannarnir geta fylgst með hvor öðrum henda rusli og slíkt. Bara fáránlegt og brot á friðhelgi! Mér þætti ekki gott ef ég vissi að nágranni minn gæti setið fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér og fylgst náið með mínum ferðum!
Veit ekki hvert á að kæra þetta, en spurning um að gera þetta opinbert og kveikja umræðu á stöðu þeirra sem búa við þessar aðstæður?
Emma Vilhjálmsdóttir, 4.4.2008 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.